Færsluflokkur: Bloggar

Framtíð Davíðs

Eitthvað verður maðurinn að hafa fyrir stafni. Það er náttúrulega eðlilegt ef hann er rekinn úr starfti sem seðlabankastjóri að hann reyni að finna sér aðra vinnu. Það er líka eðlilegt af manni á hans aldri að hann reyni að finna sér vinnu við eitthvað sem hann kann. Með öðrum orðum, mér finnst eðlilegt að hann reyni aftur að fara í stjórnmálin, þurfi hann að yfirgefa seðlabankann.

 

 


mbl.is Loforð eða hótun Davíðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dregið úr virkni?

Getur ekki bara verið að menn hafi verið svo blankir að þeir hafi ekki haft efni á að borga fyrir læknisskoðun?
mbl.is Íslendingar urðu óvirkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara 140 þúsund???

Bara 140 þúsund króna sekt og sviptingu ökuleyfis í tvo mánuði??? Hvað varð um að gera ökutækið upptækt, stinga ökumanninum í fangelsi í allt að fjögur ár, taka af honum börnin og setja í fóstur, gelda hann svo þessi hraðagen komi ekki komandi kynslóðum í vanda og enda á því að hýða ökumanninn á Lækjartorgi.

Já, auðvitað. Þetta er bíll ekki mótorhjól. Ég var búinn að gleyma að það eru tveir staðlar í gangi í umferðinni.


mbl.is Á 159 kílómetra hraða í Hörgárbyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband